Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027.

857. mál
[15:55]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um breytingartillögur meiri hlutans, sem í rauninni velflestir nefndarmenn í velferðarnefnd standa að, um þetta mikilvæga mál, aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum. Eins og kom fram í umræðunni í gær eru mörg verkefni í áætluninni hafin og nefndin fann það mjög vel að það er fullur hugur samstarfsaðila á bak við þær aðgerðir sem þarna er verið að fara af stað með. Í rauninni eru einu efnislegu breytingarnar sem hér er verið að greiða atkvæði um þær að verið er að bæta samstarfsaðilum inn í ákveðnar aðgerðir, annars vegar að embætti landlæknis verði þátttakandi í starfi sem varðar fyrstu daga barnsins og hins vegar að lögreglan og sveitarfélög komi til samstarfs í forvörnum vegna sjálfsvíga.