Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

matvælastefna til ársins 2040.

915. mál
[16:08]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að við gerum okkur flest grein fyrir mikilvægi stefnu sem þessarar og mikilvægi þessarar greinar og sérstaklega á róstusömum tímum hinum síðari áttum við okkur betur og betur á hugtakinu matvælaöryggi. Það hefur ekki verið sérstaklega mikið í umræðunni þangað til bara á síðustu misserum. Það gladdi mig í nýlegri heimsókn til útlanda að sjá á ný „Icelandic fish“ á auglýsingaspjöldum. Við búum að hreinum höfum, hreinu lofti, hreinu vatni og hreinum matvælum almennt en það sem vantar aðeins upp á er kannski að við búum að sátt um matvælaframleiðslu. Mér finnst það afleitt og ég þekki marga góða sjómenn, útgerðarmenn og bændur sem liggja undir stöðugri gagnrýni varðandi fyrirkomulagið í þessari matvælaframleiðslu. (Forseti hringir.) Það er kvótakerfi, búfjárstyrkir og hvað það nú er. (Forseti hringir.) Einbeitum okkur að því að ná sátt um matvælaframleiðsluna okkar góðu og þá mun okkur vel farnast. — Jakob segir já í þessu máli.