140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:38]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Í 87. gr. þingskapa segir, með leyfi hæstv. forseta:

„Ef þingmaður talar óvirðulega um forseta Íslands eða ber þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyrðum eða víkur með öllu frá umtalsefninu skal forseti …“ o.s.frv.

Hér hefur hv. þm. Árni Johnsen gengið mun lengra en þetta. Hann vogar sér að bera fjölskyldu þingmanns brigslyrðum. Hann kemur ítrekað upp í ræðustól og lætur að því liggja að í fjölskyldusögu þingmanns, hv. þm. Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur — sem til allrar hamingju er stödd hér í þingsal og getur varið sitt fólk — sé ekki allt með felldu. Hversu lágt er hægt að leggjast í þessum ræðustóli án þess að forseti bregðist við með þeim hætti sem þingsköp kveða á um?