151. löggjafarþing — 114. fundur,  12. júní 2021.

brottfall laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis.

558. mál
[22:32]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka framsöguna. Mig langar að spyrja út í orðalag í nefndarálitinu til að fá aðeins á hreint nákvæmlega hvað átt er við. Hér stendur: „… ef vilji er til að setja bann við leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis.“ Er ekki alveg á hreinu að það sé vilji hjá meiri hlutanum? Er ekki örugglega vilji hjá stjórnarliðum til að banna olíuleit á því herrans ári 2021? Og vegna þess að vísuninni fylgir bara að málið sé tekið til frekari skoðunar og vinnslu þá sakna ég þess að það sé beinlínis sagt hvað eigi að koma út úr þeirri skoðun og vinnslu. Mig langar því til að spyrja hvort það sé ekki alveg á hreinu að meiri hlutinn ætlist til þess að út úr þessari vinnu komi bann við leit að olíu. Þetta eru tvær spurningar: Er ekki alveg á hreinu að meiri hlutinn vilji banna olíuleit með þessu nefndaráliti, og er ekki alveg á hreinu að slíkt bann eigi að koma út úr þeirri vinnu sem sett verður af stað í ráðuneytinu í framhaldinu?