151. löggjafarþing — 114. fundur,  13. júní 2021.

gjaldeyrismál.

537. mál
[00:11]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Ísland hefur ekki staðið eitt frammi fyrir baráttunni við kórónuveiruna en Ísland, eitt landa, er byrjað að hækka vexti, Ísland, eitt landa, hefur staðið frammi fyrir stóraukinni verðbólgu og Ísland, eitt landa, hefur stjórnvöld sem leggja fram gjaldeyrishaftafrumvarp með verulegum og varanlegum heimildum til gjaldeyrishafta fyrir embættismenn.

Það er sameiginlegt markmið okkar að stuðla að stöðugleika. Við erum sammála ríkisstjórninni í því. Til þess eru bara tvær leiðir, annars vegar að fara haftaleiðina, þá leið velur ríkisstjórnin, og hins vegar leið alþjóðlegrar samvinnu. Sú síðarnefnda er leiðin sem við höfum verið að tala fyrir og það er leiðin sem við teljum að sé skynsamleg og það er að tryggja hér viðskiptafrelsi og áfram frjálst flæði fjármagns. Það er hægt ef viljinn er til staðar. (Forseti hringir.) Við sitjum hjá í þessu máli.