Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027.

857. mál
[15:43]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við erum að greiða atkvæði um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023–2027 og fjármálaáætlun til 2030. Þetta er eins og að við séum að fá einhvern flottan konfektkassa en inni í konfektkassanum er ekki einn einasti moli. Allir góðir molarnir koma eftir nokkur ár og það eftir næstu kosningar, frá næstu ríkisstjórn, á sama tíma og okkur ber og við þurfum að setja fjármagn inn í geðheilbrigðismálin. Það er neyðarástand og við ættum að vera að gera þetta núna í dag, það sem við ætlum að gera eftir nokkur ár. Ég bara skil ekki svona, að við skulum leyfa okkur að setja inn svona áætlun án þess að koma henni strax í framkvæmd og fjármagna hana strax.