Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2023.

matvælastefna til ársins 2040.

915. mál
[16:05]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ágætisorð hér og þar í þessari stefnu og svoleiðis en vantar upp á ýmislegt. Það er eitt sem er í þessari stefnu sem ég myndi vilja að fólk kannski áttaði sig aðeins á. Ef það á að framfylgja stefnunni eins og textinn er núna þá mun það óhjákvæmilega þýða að það verði að gera breytingar á lausagöngu búfjár. Það er ekkert … (Gripið fram í.) — Lausagöngu sauðfjár, búfjár. Það verður að gerast því að þegar það er ekki eftirlit með því hvar sauðfé er þá er ekki hægt að stimpla það sem ákveðna gæðavöru, sem gæðamatvæli. Það er svona ákveðið fyrirkomulag, drasl inn, drasl út, dálítið þannig. Þannig að ef það á að ná markmiðum þessarar matvælastefnu þá þarf að gera breytingar þar á. Ég vildi bara vekja athygli þingfólks á því að þetta eru óhjákvæmilegar afleiðingar þess. Ég styð þær breytingar hins vegar heils hugar.