154. löggjafarþing — 114. fundur,  17. maí 2024.

útlendingar.

722. mál
[13:24]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Forseti. Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir því að ákveðnir nefndarmenn séu tilnefndir af hálfu Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands. Þetta hefur gefist vel, mögulega of vel að einhverra mati, en ég styð það að það sé áfram gerð krafa um að nefndarmenn í kærunefnd útlendingamála hafi þekkingu, helst sérþekkingu á mannréttindum og ekki síst stjórnsýslurétti.