140. löggjafarþing — 115. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[17:12]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki meiningin að þessi hlutdeild í veiðigjaldinu sem er tengd fjárfestingaráætluninni fari inn í ríkishítina. Hún á einmitt ekki að fara í að reka hefðbundna starfsemi ríkisins heldur í uppbyggingu innviða, í tímabundna uppbyggingu í þrjú ár, sem tekur mið af því að gengið í sjávarútveginum er fallvalt eins og í öðrum atvinnugreinum, eða við skulum frekar gera ráð fyrir því að það verði ekki eintómt góðæri í þessari grein.

Þetta kallast skynsamleg ráðstöfun slíkra fjármuna, þegar vel gengur þá kemur mikið inn í gegnum veiðigjaldið, þegar gefur á bátinn kemur minna inn. Það er grundvöllurinn undir fjárfestingaráætluninni, að reyna að nýta fjármunina til að byggja upp samgöngur í landinu sem mikil þörf er fyrir, byggja upp ýmsar vaxandi greinar í atvinnulífinu, sem notið hafa lítils stuðnings fram að þessu, o.s.frv.