149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

skipulögð glæpastarfsemi.

[09:51]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni stuðninginn. Ég vil fullvissa hann um að það verður unnið úr því sem kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra. Það verður gert með heildstæðum hætti. Þar skiptir máli að horfa til löggæslunnar og til tollstjóra, að sjálfsögðu, það er mikilvægur hluti af þessu. Við sjáum það líka í þessari skýrslu að þau afbrot sem um er fjallað eru á mjög ólíkum sviðum og þau varða ekki einungis tollstjóra, þau varða ekki einungis fíkniefni eða mansal, þau varða líka skattinn og ýmislegt sem tengist skattalagabrotum. Þess vegna vil ég ítreka að við nálgumst þetta mál með heildstæðum hætti. Ég held að það sé ekkert eitt svar við því hvernig eigi að taka á skipulagðri glæpastarfsemi heldur skiptir einmitt máli að þessar ólíku stoðir kerfisins vinni saman.

Ég vil ítreka það við hv. þingmann að við eigum von á viðbrögðum stjórnvalda og þessi mál eru áfram í forgangi hjá ríkisstjórninni.