149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

umferðarlög.

219. mál
[12:03]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég kem hingað upp vegna þess að til okkar í umhverfis- og samgöngunefnd hafði kvisast að ekki væri verið að greiða atkvæði um tilteknar breytingartillögur varðandi hjálmaskyldu. Ekki hafði borist neinn póstur um slíkt þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um upplýsingar um það. Þess vegna kem ég hingað upp einfaldlega til að spyrja hv. formann nefndarinnar: Er verið að greiða atkvæði um hjálmaskyldu eða ekki? Það væri kannski ágætt að fá svör við því af því að um þetta hefur verið rætt og óskað var eftir að fjallað yrði um þetta í nefndinni áður en til þessarar atkvæðagreiðslu kæmi.