149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[21:56]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég velti fyrir mér hvort það að ganga á afganginn sé tiltækt úrræði. Núna þegar búið er að bæta við óvissusvigrúminu er það vissulega tiltækt úrræði. En það að setja fjármálastefnu snýst um að stefnan er um hver afkoma ríkissjóðs á að vera út þessi ár. Það er stefnan. Þess vegna er þetta ný stefna, vissulega með sömu markmiðum en ekki með sömu útfærslum, alls ekki. Það er ekki sama afkoma á þessari stefnu.

Nýja stefnan virðist einmitt vera svona: Við þurfum að ganga í hin og þessi verkefni og eina tiltæka leiðin, eins og hv. þingmaður benti á, af því að þau vilja ekki auka á lánin, þó að það gæti jafnvel verið arðbært miðað við þau verkefni sem þarf að ganga í, þau vilja ekki fara í tekjuöflun, eins og hv. þingmaður bendir á, og vilja heldur ekki skera niður útgjöld. Tiltæku úrræðin þeirra eru ekki uppurin áður en þau fara í breytingu (Forseti hringir.) á fjármálastefnunni sem er ekki tiltækt úrræði.