149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[23:41]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Willum Þór Þórssyni fyrir andsvarið. Ég kom einmitt inn á það í blábyrjun ræðu minnar að ég gerði engar athugasemdir við endurskoðun fjármálastefnunnar. Ég held að það sé skynsamlegt ef sú staða kemur upp að ganga til slíkrar vinnu. Ég verð að viðurkenna að ég man ekki hver spurningin var. Manst þú það, hv. þm. Willum Þór Þórsson? Ég held að þú hafir bara verið að kynna mér góða siði í lífinu. (WÞÞ: Það var bara … skattalækkunar …) Akkúrat. Ég fagna mjög þeirri áherslu sem hefur verið undanfarin ár á niðurgreiðslu skulda. Ég held að hún vinni í haginn fyrir okkur margra hluta vegna, en jafnframt er svigrúm í lögunum um að það verði stöku mínusár en lengri tímabil séu í plús. Það er það svigrúm sem ég vísa til að menn nýti sér (Forseti hringir.) til þess að setja súrefni inn til heimila og fyrirtækja með lækkun skatta.