150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

fjöleignarhús.

468. mál
[14:20]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vildi rétt koma því áleiðis að hér er gott mál á ferðinni sem ríkisstjórnin hefur verið með á stefnuskrá sinni, orkuskipti bíla og hleðslubúnaður í fjölbýlishús. Fram kom fram í nefndinni að um síðustu áramót var virðisaukaskattur felldur niður af tækjum og búnaði fyrir slíkar framkvæmdir og í Covid-tillögu ríkisstjórnarinnar var líka felldur niður virðisaukaskattur af vinnu á heimilum. Málið er mjög gott og mun ég greiða því atkvæði.