150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[17:00]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Mál þetta er ágætt og skiptir ferðaþjónustuna að sjálfsögðu máli þó að við í Miðflokknum höfum talið að upphæðin sé of lág og munum fara nánar út í það á eftir í umræðunni.

Það sem ég vildi spyrja hv. þingmann sérstaklega um er að ég ræddi það hér á fyrri stigum málsins að mér finnst vanta í frumvarpið að heimilt sé að nota ferðaávísun til að leigja sér t.d. viðlegubúnað, gönguskó, tjald o.fl. sem notað er til ferðalaga. Ég vil fá það fram hjá hv. þingmanni: Hvers vegna er t.d. ekki heimilt að nota ávísunina til að leigja tjald eða gönguskó þannig að þeir sem vilja ferðast um landið á eins ódýran hátt og hægt er geti nýtt þessa ávísun eða (Forseti hringir.) ferðagjöf með þeim hætti?