Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 115. fundur,  1. júní 2023.

fjölmiðlar.

543. mál
[15:36]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér dettur í hug ein setning, með leyfi forseta: You don´t bring a knife to a gunfight. Við erum komin í umhverfi þar sem við verðum bara að skilja út á hvað baráttan gengur. Þarna er auðsjáanlega um að ræða nýja starfsaðferðir Ríkisútvarpsins af því að það veit að þarna er hlustun og það eru allir að leita að hlustun og menn svífast einskis til að fá hlustun. Þannig er þetta bara og við verðum einhvern veginn, með leyfi forseta, að díla við það.