154. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:05]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1336, um ríkisfang brotamanna, frá Sigurjóni Þórðarsyni. Einnig hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1596, um aðgengi einstaklinga á einhverfurófi að geðheilsuteymi taugaþroskaraskana, frá Halldóru Mogensen, á þskj. 1631, um brjóstaskimanir, frá Þórunni Sveinbjarnardóttur, á þskj. 1637, um starfsemi afeitrunardeildar fyrir ólögráða ungmenni á Landspítala, frá Sigmari Guðmundssyni, og á þskj. 1660, um heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga sem sætt hafa niðurfellingu réttinda, frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur. Þá hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 324, um búsetuúrræði fatlaðs fólks, frá Bryndísi Haraldsdóttur, á þskj. 1588, um örorku- og ellilífeyri, og á þskj. 904, um kostnað vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, báðar frá Birgi Þórarinssyni, á þskj. 1015, um aðstoð við einstaklinga sem fengið hafa samþykkta umsókn um fjölskyldusameiningu, frá Inger Elsu Thomsen, og á þskj. 1424, um skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum, frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttir og Birni Leví Gunnarssyni.