149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

21. mál
[12:19]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég kem upp til að fagna þessu flotta máli og þakka 1. flutningsmanni fyrir að leggja málið fram. Mér finnst einnig mikilvægt að þakka velferðarnefnd fyrir vinnuna því við höfum náð að vinna ótrúlega vel saman að svona mikilvægum málum. Það var einhugur, það var vilji allra í nefndinni að þessi samningur yrði lögfestur. Því vil ég hvetja ráðuneytið til að vinna þá vinnu vel og huga sérstaklega að þýðingu samningsins, að haft sé gott samráð við þýðingu samningsins, því það hefur klúðrast nokkrum sinnum. Það skiptir máli að gera það vel, sérstaklega í ljósi þess að við erum að lögfesta hann núna.