149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

21. mál
[12:20]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er mikið fagnaðarefni að við skulum vera að greiða atkvæði um þetta mál núna. Hér er um mikið réttindamál að ræða og mjög stórt symbólískt mál, herra forseti. Það skiptir miklu máli í öllu tilliti fyrir réttindi fatlaðs fólks.

Þeir frestir sem koma fram í breytingartillögunni og við greiðum líka atkvæði um á eftir ættu að duga stjórnsýslunni og ráðuneytunum til að hnýta þá enda sem þarf að hnýta til að geta klárað lögfestinguna. Ég treysti því að ráðuneyti sem eiga hlut að máli muni nú leggja aukinn kraft í þá vinnu, þar með talið, eins og hv. þm. Halldóra Mogensen kom inn á, nýja þýðingu samningsins til að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu þegar lögfestingin loksins tekur gildi.