150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu.

634. mál
[14:34]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að vinna að þessu máli í hv. velferðarnefnd. Undirbúningur og aðdragandi hefur verið til fyrirmyndar og er ástæða til að þakka hæstv. heilbrigðisráðherra og velferðarnefnd fyrir samstarfið í málinu. Með tillögunni náum við sem samfélag saman um þau gildi sem við viljum að liggi til grundvallar þeim sjálfsögðu mannréttindum sem heilbrigðisþjónusta á að vera. Sú leiðsögn mun vísa veginn til framtíðar og festa í sessi þau kjarnagildi sem við sem þjóð getum verið sammála um að hafa í hávegum í heilbrigðisþjónustu á Íslandi.