150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[16:47]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Jú, rétt er það, talað er um að heildarpakkinn sé um 286.000, en af þeim eru 44.000 með erlenda kennitölu, erlendir ríkisborgarar sem eru líka með erlenda kennitölu. Talað er um það í frumvarpinu að þetta eigi að gilda fyrir þá sem eru hér innan lands, sem búa hérna. Eitthvað er skakkt reiknað þarna. Spurningin er: Hver er rétta talan? Er staðan í þessu máli sú að nefndin hefur ekki hugmynd um hversu margir fá þetta greitt? Kom hvergi fram í umfjöllun nefndarinnar hversu margir það væru og hver væri kostnaðurinn? Eða er þetta bara ágiskun?