150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[20:05]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er gott að minnast þess reglulega að almennt kemur það fjármagn sem við leysum út hér frá skattgreiðendum með einhverjum hætti, þannig að það er alltaf gott að hafa það í huga og ég þakka fyrir þá athugasemd. Málið er gott, það kemur frá ferðaþjónustunni. Síðan getum við stöðugt deilt um upphæðir eða annað, þetta er mál sem hægt er að hafa endalausar skoðanir á. Málið er gott, allir eru sáttir, ferðaþjónustan er sátt. Þetta er Covid-aðgerð til að styrkja ferðaþjónustu í landinu og ekki veitir af á tímum eins og nú eru.