140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:13]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Ragnheiðar E. Árnadóttur enda höfum við séð í kvöld að þráðurinn er eitthvað farinn að styttast hjá fólki. Það er mikilvægt að forseti gefi þingmönnum tækifæri til að hvíla sig fyrir þingfund morgundagsins sem verður eflaust jafnánægjulegur og þessi sem er farinn að síga á seinni hlutann. Það er mikilvægt að þingmenn komi sprækir í morgunræðurnar. Þar af leiðandi er eðlilegt að þingmenn kalli eftir því að forseti upplýsi þingmenn í það minnsta um hversu lengi á að vera að, þótt ekki sé farið fram á það með mikilli frekju að forseti slíti fundi nú þegar. Það væri ágætt að fá að vita hversu lengi forseti ætlar að dvelja í nótt því ég hugsa að flestir séu (Forseti hringir.) tilbúnir í að gera ráðstafanir ef þeir þurfa að vera hér til kl. 6 eða 7.