150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

ársreikningar.

447. mál
[15:45]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil segja að innan a.m.k. einnar nefndar sem ég starfa í hefur verið gott samstarf og tekist vel til um samstarf stjórnarandstöðu og ríkisstjórnarinnar. Þar er ég að vísa til hv. allsherjar- og menntamálanefndar þar sem svona vandamál hafa ekki komið upp. Hjá öðrum nefndum virðist vera starfað eftir einhvers konar reglu, þar virðist ríkja lögmálið að því mikilvægara sem mál sé, því brýnna sem mál sé, þeim mun seinna skuli það koma fram og þeim mun minni tíma skuli þingið fá til að vinna málið. Þetta er ákaflega öfugsnúið, herra forseti.