136. löggjafarþing — 116. fundur,  25. mars 2009.

listamannalaun.

406. mál
[20:08]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Í 41. gr. stjórnarskrárinnar stendur, með leyfi herra forseta:

„Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.“

Ég spyr: Hvar eru þessir 10 milljarðar sem eru komnir á — að mér skilst á hæstv. ráðherra, þeir eru orðnir skuldbinding fyrir ríkissjóð — fjárlögum eða fjáraukalögum, þessir 10 milljarðar? Hvar finn ég þá? (Gripið fram í: Hver var aftur fjármálaráðherra …?) Mér kemur ekkert við, herra forseti, hver var fjármálaráðherra, ég gagnrýndi það á þeim tíma líka. Ég spyr af því að hér er tekin ný ákvörðun um enn meiri útgjöld. Ég spurði líka hver þessi enn meiri útgjöld væru. Hvað eru þau í heildina? (Gripið fram í.) Þetta er ekki búið, húsið er ekki búið. Það vantar glerhjúpinn, það vantar gjaldeyri fyrir júaninn, það þarf að kaupa júan til að flytja inn glerhjúpinn, allt hreinn gjaldeyrir. Mér sýnist húsið ekki búið þannig að eitthvað er eftir. Ég vil fá að vita um heildardæmið. Er eitthvað meira í þessum pakka? Mér finnst það eðlileg spurning.

Varðandi listamannalaunin sem við erum að tala um hérna, grunninn. Hér eru útgjöld ríkissjóðs aukin með skuldabréfi til barnanna okkar á sama tíma og alls staðar þarf að skera niður, í heilbrigðismálum, menntamálum, alls staðar þarf að skera niður og þá er hér aukið í. Er þetta fyrir kosningar eða hvað er þetta?