139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:57]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Jú, það er alveg rétt hjá hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni, eitt af því sem er gagnrýnt er hvernig ráðherrar í fyrrverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi gengið hver inn á annars verksvið, og reyndar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þar áður.

Ég tel mjög mikilvægt að stjórnsýslan sé skýr. Allur almenningur í landinu þarf að vita nákvæmlega hvert hann á að sækja sín mál og hvar þau eru vistuð. Það á þá að gefa öllum slíkum breytingum skýran aðdraganda og alls ekki að skapa lausung eins og hv. þingmaður ýjaði að að hefði verið á þessum tíma.