140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:10]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég er sammála því að frumvörpin eru engan veginn í samræmi við þau markmið sem þar koma fram, það er öllum ljóst.

Svo ég haldi aðeins áfram þar sem ég var áðan. Ég er sannfærður um að fjöldinn allur af stjórnarþingmönnum hefur engan áhuga á því að afgreiða þessi mál eins og þau eru lögð fram, enda koma þeir ekki upp í ræður til að tala fyrir því að skerða aukninguna, banna framsalið, byggja upp svona stórt kvótaþing með þeim skerðingum sem fylgja fyrir aðra — öllum þessum veigamiklu þáttum. Menn tala ekki af mikilli sannfæringu fyrir þessum málum.

Hvar liggur þá ábyrgðin? (Forseti hringir.) Hver er ábyrgð þeirra sem standa fyrir þessu? Ég hef sagt það áður, virðulegi forseti, (Forseti hringir.) að við munum standa vaktina í þessu máli svo lengi sem þarf en þetta er á ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna og ég trúi ekki öðru (Forseti hringir.) en að þingmenn þeirra með sómatilfinningu fari að láta til sín taka og láti þetta ekki viðgangast lengur.