140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:12]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Eins og við sáum áðan, ekki núna í síðustu andsvörum heldur þar áður, mundi ég segja að þessi fundur væri að trekkjast upp, hann gæti verið að trekkjast upp í eitthvað sem við urðum vitni að á miðvikudagskvöld. Það var stuttur þráður í hv. þm. Álfheiði Ingadóttur í andsvörum, þannig að ég vil spyrja hæstv. forseta hvort von væri til þess að hún gæti svarað þeirri spurningu sem við höfum borið fram oft í kvöld um hvenær hún hyggist slíta þessum fundi. Ef ég mætti gefa hæstv. forseta ráð held ég að við ættum að reyna að læra af því sem gerðist hér síðastliðið miðvikudagskvöld og draga okkur í hlé í kvöld áður en hinn stutti þráður sem maður hefur orðið var við (Forseti hringir.) í kvöld hjá einstökum stjórnarþingmönnum fer að bresta.