140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[02:14]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Hyggst hæstv. forseti ekki sýna þingmönnum þá virðingu að svara þeim spurningum sem að hæstv. forseta hefur verið beint í umræðu um fundarstjórn?

Ég hef beðið hæstv. forseta um að hæstv. utanríkisráðherra og hæstv. forsætisráðherra verði kallaðir á fundinn af ástæðum sem ég rakti hér áðan og hef raunar gert í þrígang. Fjölmargir hv. þingmenn hafa beðið hæstv. forseta að gefa til kynna hversu lengi fundur eigi að standa. Tveir hv. þingmenn hafa bent á að hæstv. forseti er að brjóta vinnulöggjöf. Ýmsum spurningum hefur verið beint að hæstv. forseta en við þingmenn höfum engin svör fengið. Því vil ég ítreka það við virðulegan forseta að svara þeim spurningum sem að henni er beint.