Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 116. fundur,  5. júní 2023.

fordæming ólöglegs brottnáms úkraínskra barna.

1122. mál
[15:53]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Ég vildi bara nota tækifærið og koma hingað upp til að þakka hv. utanríkismálanefnd fyrir vinnunna og þinginu fyrir að eiga frumkvæði að því að taka upp málið. Það er gríðarlega mikill sómi að því að við hér séum fyrst þjóðþinga til þess að að álykta með þessum hætti. Allt skiptir máli sem við gerum, bæði núna, fyrir málefnið sjálft og fyrir fólkið sem er að berjast fyrir sínu frelsi og friði, en líka almennt upp á það að gera það sem er rétt og skiptir máli fyrir framtíðina og þá skrásetningu á þeim tímum sem við lifum, að við séum að bregðast við með þeim hætti sem hér er gert.