144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[20:22]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Guðbjartur Hannesson sagði í upphafi máls síns að þingmenn vildu flytja störf út á land eftir því sem mögulegt væri. Ég held einmitt að það sé dálítið mikilvægur punktur, því hvað er mögulegt? Ég held að það sé hægt að hafa á því ansi ólíkar skoðanir. Þegar öllu er á botninn hvolft sé þetta mögulega pólitísk ákvörðun og þessa vegna skipti máli hver sú ákvörðun sé.

Jú, ég er alveg sammála því sem hv. þingmaður spyr út í hvort hér sé ekki verið að hverfa aftur til geðþóttaákvarðana og verið að auka ráðherraræði. Ég held að það sé nákvæmlega það sem verið er að gera og eins og hv. þingmaður rakti þá var auðvitað röð atburða alveg kolröng eins og við höfum raunar upplifað í ýmsum málum þennan þingvetur. — Já, nú er það dottið úr mér hverju ég ætlaði meira að svara þannig að ég vona að ég verði búin að rifja það upp þegar síðara andsvarið kemur.