144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[22:16]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við skulum að vona að það verði ekki eitthvert dauðastríð hjá stofnuninni, það yrði þá kannski væntanlega vegna þess sem þegar hefur gengið á.

Varðandi það sem hv. þingmaður kom aðeins inn á í b-lið 10. gr. um að færa starfsfólk ekki bara á milli ráðuneyta eins og nú er hægt heldur einnig á milli stofnana. Mér finnst það ekki endilega alvitlaust og gæti verið góð leið fyrir starfsfólk líka. Það er þó kannski ámælisvert að þetta hafi ekki verið unnið í meira samráði við það og gert þannig að starfsmenn sæju tækifæri í þessu frekar en ógn. Það er þá kannski helst það að neiti starfsmaður að fara, í hvaða stöðu hann er þá í rauninni settur ef hann vill ekki færa sig á milli. Hefur hv. þingmaður einhverja skoðun á því?