144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[22:53]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Frú forseti. Auðvitað eru þær ræður sem hæstv. forsætisráðherra flutti um þetta mál á síðasta kjörtímabili — ég gerði það að leik í dag á meðan ég hlustaði á þessa umræðu að fara í gegnum ræður hæstv. forsætisráðherra á síðasta kjörtímabili. Það er háðuleg lesning, alveg einstaklega háðuleg lesning miðað við það sem við blasir hér. Hún sýnir auðvitað hvers lags loddaraskapur var á ferðinni á síðasta kjörtímabili. Menn héldu hástemmdar ræður um nauðsyn þess að hafa samráð og að það þyrfti að gera með allt öðrum hætti, og koma síðan hingað inn með frumvarp og haga sér helmingi verr en þeir sem gagnrýndu þá á síðasta kjörtímabili.

Það er auðvitað sorglegt að verða vitni að þessu og ég hvet alla til þess að fara inn á vef Alþingis og finna ræður hæstv. forsætisráðherra um þetta mál, kynna sér þau orð sem hann lét falla um (Forseti hringir.) nákvæmlega þetta sama efni á síðasta kjörtímabili.