144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[23:09]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni góð viðbrögð við máli mínu. Ég tel mjög mikilvægt að við útilokum ekki þann möguleika að stofnanir séu fluttar út á land, það geta alveg verið efnisrök fyrir því. En ef málið er þannig og hugmyndin um flutning þolir ekki dagsljósið, ef hún er þannig að hún þolir ekki kostnaðargreiningu, ef hún er þannig að hún þolir ekki efnislega umræðu, ef hún þolir ekki umræðu hér í þinginu, ef hún þolir ekki nokkurra ára fyrirvara og stjórnarskipti eftir kosningar þá er hún ekki nógu góð, þá er hún bara ekki nógu góð. Við skulum passa að girða fyrir að ákvarðanir sem eru ekki nógu góðar séu teknar.