135. löggjafarþing — 117. fundur,  3. sept. 2008.

bankamál.

[13:38]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir orð hans. Nú líkaði mér hæfi hans og gætni. Ég er sammála honum um að þarna má ekki rasa um ráð fram eða fara óvarlega að því það er ekkert til viðkvæmara en banka- og peningastarfsemi. (Gripið fram í: … snigill.) Ja, hann ætti nú að vera lærdómur fyrir vinstri græna, snigillinn er þeirra, hann er grænn. En ég þakka fyrir þessi svör og að hæstv. forsætisráðherra telur verðugt að fara yfir málið og skoða það.

Ég vil segja að lokum að aðalmál bankanna, að þeir komist í gang til að hjálpa fólki og fyrirtækjum, er auðvitað að ríkisstjórnin vinni sitt verk. Þeir segja að stærsta málið sé að lækka vexti, eins og við framsóknarmenn, til að koma fólki til hjálpar og takast á við verðbólguna. Það er stærsta málið. En ég þakka þessi svör og virði þau.