144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[20:10]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið. Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér varðandi 1. gr. Ég held ég hafi spurt hv. þm. Karl Garðarsson út í vald ráðherra til að flytja stofnanir og fékk það svar, sem kemur fram hér í greinargerðinni, að þessi heimild til ráðherra til að ákveða aðsetur stofnunar breyti því ekki að Alþingi geti ávallt með lögum ákveðið hvar stofnun skuli staðsett og þá falli heimild ráðherrans niður. Kannski þarf eldri þinghunda en okkur tvær til að spá í þetta, því að ég hef velt því fyrir mér hvernig það mundi þá gerast. Væri það þá þannig að ráðherrann kæmi fram með eitthvað sem þingið væri mjög ósátt við, eða hvað? Nei, þingið þarf þá væntanlega að setja ný lög, búa til frumvarp sjálft um að ekki skuli flytja stofnunina til, að aðsetrið skuli áfram vera í Reykjavík, hvernig sem það er.

Þetta þurfum við kannski að spyrja stjórnarþingmenn út í, vegna þess (Forseti hringir.) að ég sé ekki alveg hvernig þetta á að gerast. Hefur hv. þingmaður eitthvað spáð í þetta?