144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[21:15]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Eins og margoft hefur komið fram er starfsáætlun þingsins nú úr gildi og, það sem verra er, nefndataflan jafnframt. Í gærmorgun hófust nefndafundir kl. 8.30 og ég var á fundi sem stóð frá 8.30–10. Það sama endurtók sig í morgun; fundur var frá 8.30–10 og í fyrramálið ætlum við að nýta þann tíma til að reyna að ljúka þeim tveimur húsnæðismálum sem þó hafa komið hingað inn þó að þau séu ekki aðalmálin. Þetta á við í öllum nefndum.

Væri nú ekki ráð að koma skikki á dagskrána og í stað þess að við stöndum hér yfir þessu dæmalausa munaðarlausa fiskistofumáli séum við bara að undirbúa okkur undir nefndarfund í fyrramálið sem fái að taka sinn tíma og séum svo hér með eitthvert skipulag á dagskránni á morgun? Er þetta ekki orðið ágætt, herra forseti?