144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[23:49]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður hvetur þingheim til að vera ekki feiminn við að ræða þetta en er hálffeimin við að nefna stofnanir sem vert væri að flytja í eigið kjördæmi. Ég velti því fyrir mér hvort ástæðan fyrir því sé ekki sú að það er vond aðferð við að ná þeim markmiðum sem þingmaðurinn lýsir. Það er miklu betri aðferð sem hún nefnir að flytja ákveðin verkefni, gefa mönnum færi á því að sinna ákveðnum störfum, efla útibú o.s.frv., en þessi brussugangur sem núna er. En það er enn þá tækifæri til að lýsa óskum fyrir kjördæmið. Miðnættið er nú óskastund, hv. þingmaður, og er sjálfsagt að nýta það á þriðjudegi til þrautar.