149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:40]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni og tek undir með honum að auðvitað er verið að byrja á svolítið röngum enda, þ.e. það ætti náttúrlega að vera búið að vinna þá miklu vinnu sem þarf að vinna hvað varðar orkustefnuna þannig að þeir hlutir séu ljósari fyrir okkur, hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa. Með þessari innleiðingu er verið að leggja grunninn að sæstreng. Ég held að allir séu sammála um það. Það á síðan að vera á höndum Alþingis að ákveða hvort hann verði lagður. Engu að síður er mikilvægt að allt sé inni í umræðunni, hvaða áhrif virkjunarframkvæmdir munu koma til með að hafa, eins og hv. þingmaður nefndi réttilega, að því það er alveg ljóst að nú þegar er ásókn í auknar framkvæmdir í orkuvinnslu, (Forseti hringir.) vindorkuverin sem dæmi.