143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

landsnet ferðaleiða.

122. mál
[16:32]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það er jákvætt að við erum að afgreiða fleiri þingmannamál en nokkru sinni fyrr. Hér er eitt slíkt gott mál sem hv. þm. Róbert Marshall flutti. Það var góð samstaða um þetta í nefndinni. Málið fjallar um að ríkisstjórninni verði falið að vinna að landsneti ferðaleiða og ég þakka þingnefndinni og Alþingi fyrir að samþykkja þetta góða frumvarp um leið og ég sendi Róberti Marshall batakveðjur. Við í nefndinni hlökkum til að vinna með honum í haust aftur.