149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:16]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Þetta snýst náttúrlega fyrst og fremst um að í gær var fundur með forseta og þingflokksformönnum. Mögulega er þingforseti viljandi svo óskýr að það er ómögulegt að gera sér grein fyrir því nákvæmlega hvað er verið að tala um á hverjum tíma en ég þóttist nokkuð viss um að forseti hefði sagt við þingflokksformenn að þriðji orkupakkinn yrði ræddur þar til það samtal væri klárað. Þannig skildi ég það og þannig skildu það fleiri sem sátu þarna inni. Þetta er kannski bara annað tilefni til að ræða hversu mikilvægt það er að fá skriflega frá forseta þingsins hvað hann segir á þessum fundum því að ég skil hann ekki og ég er víst ekki sú eina.

Þetta er það sem þetta snýst um, að við vitum hvað er að fara að gerast. Ég geri mér fulla grein fyrir því að hæstv. forseti er einráður núna þegar búið er að taka starfsáætlun úr sambandi og það kom mjög skýrt fram á fundinum í gær líka. Ég hefði samt talið að það væri bara vottur um góðan samstarfsvilja (Forseti hringir.) að láta okkur a.m.k. vita þegar ákvarðanir eru teknar.