149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:45]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé tók sér fyrir hendur að útskýra fyrir okkur hvað við viljum. Ég er honum að sjálfsögðu þakklátur fyrir að útskýra það fyrir mér. Hæstv. forseti sagði okkur líka hvað við vissum og hvað við ættum að geta sagt okkur sjálf. Ég er ekki síður þakklátur fyrir það.

Ég vil þó leyfa mér að fara þessar sekúndur nokkrum orðum um það sem ég tel mig vilja og tel mig vita. Ég vil að hæstv. forseti sé útreiknanlegur en ekki óútreiknanlegur. Ég vil að hæstv. forseti sé áreiðanlegur en ekki óáreiðanlegur.