154. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2024.

raforkulög.

348. mál
[19:40]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið og ég er algerlega sammála henni um að þetta sé algjört þjóðaröryggisatriði. Við ættum í staðinn að vera að einbeita okkur að því að hafa næga orku. Við ættum að vera að byggja upp gróðurhús upp á fæðuöryggi, við eigum að vera framsýn og vera að hugsa um almenning, stöðu almennings. Við erum einhvern veginn að flækja málið alveg rosalega. Ég er t.d. nýbúinn að fá mér bifreið til að hlaða, tengitvinnbíl, og þá er maður allt í einu kominn inn í eitthvert nýtt umhverfi. Þar eru bara einhverjir aðilar sem selja manni orku og þeir eru allt í einu orðnir ráðandi á markaðnum og maður er að borga — það eru komnir milliliðir alls staðar. Þó að maður sé í eigin húsi er maður tengdur við einhvern allt annan mæli sem maður ræður ekkert yfir. Svo þegar verið er að tala um orkuskipti í bifreiðum og annað þá er ekki til rafmagn og það þarf að brenna olíu til að framleiða mat, í sjávarútveginum. Það er allt einhvern veginn skakkt við þetta.