139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[17:52]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágætisspurningu en eins og ég lýsti áðan var ekki haft samráð við mig um það að sameina Stjórnarráðið eða um þessar breytingar á Stjórnarráðinu. Nákvæmlega eins og ég sagði áðan leikur mér mjög mikil forvitni á að vita hvernig þetta allt saman kemur til, þessi efnahagsáætlun og þetta sem ég lýsti hérna áðan, en ég fæ vonandi svar við því í fyrramálið.

Hæstv. forsætisráðherra er hér í salnum, og það ber að virða við hana að hafa setið undir þessum umræðum, og hún getur væntanlega sjálf svarað hvort hún átti þetta mikla samráð við Davíð Oddsson eða hvort það var við Geir H. Haarde (Forseti hringir.) eða hvort allir þrír forsætisráðherrarnir voru saman í þessu. Það er óneitanlega skondið að sjá það fyrir sér.

(Forseti (RR): Ég minni hv. þingmenn á að nefna hæstv. ráðherra fullu nafni.)