145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

618. mál
[11:13]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil koma hér upp til að þakka hv. atvinnuveganefnd fyrir að afgreiða þetta mál hingað til 2. umr. svo skjótt og ekki síst til að þakka þá miklu samstöðu sem um málið ríkir. Við umræðurnar í gær var augljóst að þetta er eitt af þessum málum sem við getum öll verið sammála um. Það er ástæða til að gleðjast yfir því. Við sjáum nú þegar afrakstur af þessu, fyrirhugaðar fjárfestingar í þessari atvinnugrein hér á landi, en tilkynnt hefur verið um slíkar fyrirætlanir. Ég vil því nýta tækifærið við þessa atkvæðagreiðslu og þakka nefndinni og þingheimi fyrir að sýna samstöðu um þetta gríðarlega mikilvæga mál.