150. löggjafarþing — 119. fundur,  18. júní 2020.

staðsetning starfa.

904. mál
[12:34]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari mikilvægu umræðu og góðri sýn hæstv. ráðherra sem hefur sýnt það í verki að hægt er að flytja störf til og endurhugsa verkefnin. Ég kem hingað upp aðallega til að leggja áherslu á að það er af tveimur ástæðum sem ég styð að störfum sé dreift sem víðast um landið. Það er helst vegna meðferðar á opinberu fé því að oftast er húsnæðiskostnaður og starfsmannavelta minni og starfsmannaumsýsla og annað margfalt ódýrara úti um landið. Og oftast er það svo að því minni sem yfirbyggingin er því lægri verður millilagakostnaðurinn við rekstur. Ég vildi hafa það í huga. Síðan eru það náttúrlega líka byggðalegu sjónarmiðin. Sýslumenn eru t.d. einu beinu tengsl ríkisvalds í hverju samfélagi fyrir sig. Því er mikilvægt að úti um allt land séu öflugar stofnanir.