154. löggjafarþing — 119. fundur,  10. júní 2024.

fjáraukalög 2024.

1146. mál
[17:15]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég vil biðjast afsökunar á orðanotkun, það er ekki rétt að nota orðið styrkur heldur er þetta stuðningur við Grindavík og Grindvíkinga og ég held að allur þingheimur sé sammála því að við sem samfélag eigum að standa þétt á bak við Grindvíkinga í þessum jarðhræringum. Það sem ég var að leitast eftir og ráðherra kom aðeins inn á er varðandi lánaheimild Þróunarbankans. Við erum komin upp í 100 milljarða. Í ár er gert ráð fyrir útgjöldum sem eru 1.500 milljarðar og ef ég skil það rétt er til nægur peningur og meira að koma í ríkiskassann. Við notum hann til stuðnings Grindavíkur og kannski koma aðhaldsaðgerðir í viðbót og svo erum við kannski að nýta lánaheimild Þróunarbankans og það koma eignir á móti. En bein útgjöld ríkissjóðs — í fyrsta frumvarpinu sem kom út af varnargarðinum var skattahækkun á fasteignagjöldum til að greiða það. Það var mjög umdeilt og (Forseti hringir.) og var gert á einum degi. Er fjármögnunin tryggð bara innan þess svigrúms sem er innan fjárlaga hverju sinni? Og annað: (Forseti hringir.) Hefur eitthvað verið metið innan fjármálaráðuneytisins hver áhrifin eru á verðbólguna, (Forseti hringir.) af því að við erum að setja peninga inn í hagkerfið? (Forseti hringir.) Hvað áhrif hefur þetta á húsnæðismarkaðinn og fleiri markaði þar sem (Forseti hringir.) við erum að dæla peningum inn í hagkerfið með þessum hætti?