154. löggjafarþing — 119. fundur,  10. júní 2024.

breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar.

898. mál
[23:07]
Horfa

Katrín Sif Árnadóttir (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka svarið. Í mínu seinna andsvari vil ég spyrja hv. þingmann um þær afgreiðslutafir sem átt hafa sér stað hjá Orkustofnun. Á sínum tíma tók rúmt ár að afgreiða virkjunarleyfi fyrir Orkustofnun og svo bárust nýverið fregnir af kvörtunarmáli sem tók stofnunina 26 mánuði að afgreiða og þurfti að leita ítrekað til umboðsmanns vegna þeirra tafa.

Nú hefur líka verið nefnt í umræðunni að tafir vegna útgáfu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar hafi verið vegna þess að framar í röðinni var heill stafli af virkjunum með uppsett rafafl 9,9 MW, þ.e. virkjunum rétt undir umhverfismatsþröskuldinum. Er ekki þörf á að veita Orkustofnun heimild til að forgangsraða afgreiðslu í þágu þjóðhagslegs mikilvægis verkefnanna og taka stærri virkjanir framar í röðina?