140. löggjafarþing — 119. fundur,  12. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[14:32]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta en mig langaði að koma aðeins upp aftur og tala um fjármögnunina. Meiri hluti nefndarinnar leggur til breytingartillögur sem byggja á því, eftir því sem mér skilst, að frumvarp um veiðigjöld fari í gegnum þingið og að þar komi fé sem geri það að verkum að hægt verði að ráðast í flýtingu framkvæmda sem og það að sinna aðeins auknu viðhaldi miðað við það sem upphaflega var áætlað.

Mig langar að koma því á framfæri að það að draga það að sinna viðhaldi og spara þannig aurinn til skemmri tíma hefur ekki gefist vel. Við verðum að taka okkur tak í þessu til þess að af hljótist ekki tjón sem verður mun dýrara að bregðast við en ef við förum í þetta jafnt og þétt.