149. löggjafarþing — 119. fundur,  7. júní 2019.

öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða.

416. mál
[15:57]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta mál er mjög gott dæmi um það hversu góð tæki við höfum núna, t.d. til samráðs. Samráðsvettvangur Stjórnarráðsins er dæmi. Þar kom þetta mál inn gjörsamlega ónýtt, algjörlega, en þar komu þó nokkrar tillögur frá þeim aðilum sem þekktu til. Það var tekið mikið tillit til þeirra. Frumvarpið kom miklu betra inn til þingsins vegna þess, var vinnanlegt ef má orða það sem svo. Í kjölfarið var bætt við og er bætt við í nefndaráliti meiri hlutans þó nokkuð góðum viðbótum líka en þarna er athugasemd sem ég hef um kostnaðinn og kostnaðarmatið á frumvarpinu. Þetta kemur til með að kosta hálfan milljarð á ári og ekki er útskýrt nákvæmlega hvaða það er sem kostar svona mikið. Lagt er til að það fari fram kostnaðargreining eftir samþykki sem er mjög skrýtið (Forseti hringir.) og passar ekki inn í ferli fjármálaáætlunar og fjárlaga. Það er þarna ár (Forseti hringir.) sem vantar í rauninni út á það.

Þess vegna greiði ég atkvæði með breytingartillögunum en sit hjá við frumvarpið.

(Forseti (ÞorS): Um atkvæðagreiðsluna tala menn í eina mínútu, hv. þingmaður.)